Tuesday, May 09, 2006

Hér eru það Herramennirnir sem ráða ríkjum

Hér getur að líta það fyrsta blogg sem skrifað er af Sögumanninum. Sögumaðurinn er glaður að tilkynna lesendum sínum það að í Ágúst, nánar tiltekið þann 19 Ágúst munu Herramennirnir og Sögumaðurinn sjálfur stíga á stokk í Tjarnarbíó. Þar verður leiksýning um mig ( sögumanninn ) og Herramennina sett á svið.

Mun ég rita hér í framtíðinni og skýra frá gangi mála og einnig hvernig Herramennirnir eru að haga sér, ég er svoldið hræddur um hann Herra Rudda, en hann er agalega ruddalegur og er ekki víst að það muni allt fara vel það sem hann gerir.

Við heyrumstum síðar

Kv

Sögumaðurinn